Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 27. október 2014 11:53
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ari hafnaði FH - Fer í KR eða Breiðablik
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arnþór Ari Atlason mun annað hvort ganga til liðs við KR eða Breiðablik á næstu dögum.

,,Ég er að bíða eftir að fá tilboð frá báðum félögunum. Þegar það kemur þá ætti ég að vera tilbúinn að taka ákvörðun," sagði Arnþór Ari við Fótbolta.net í dag.

FH hafði líka áhuga á að fá Arnór Ara í sínar raðir en hann ákvað að hafna Fimleikafélaginu.

,,Það var erfitt og leiðinlegt að segja nei við FH. Þetta er risastórt félag og þar er mikil samkeppni um stöðuna sem ég vil spila í. Ég vil auðvitað fara í samkeppni en ég tel að það séu meiri möguleikar í hinum tveimur félögunum," sagði Arnþór Ari.

Hinn 21 árs gamli Arnþór Ari spilaði með Fram í sumar en þar var hann undir stjórn Bjarna Guðjónssonar sem er að taka við KR.

,,Ég þekki hann vel og hann þekkir mig vel þannig að það spilar inn í," sagði Arnþór Ari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner