Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   fim 26. október 2023 21:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klæmint: Fréttirnar í dag eru falsfréttir, þetta snýst ekki um það
Á einn leik eftir sem leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Auðvitað erum við mjög vonsviknir. Að tapa 5-0 er alltof mikið. Þó að þeir séu mjög gott lið þá eru mörkin of ódýr og við þurfum að vera betra," sagði Klæmint Olsen, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Gent í kvöld.

Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Klæmint kemur sér eiginlega alltaf í færi þegar hann spilar með Breiðabliki en fékk ekki úr miklu að moða í dag.

„Ég veit ekki af hverju, það er erfitt að segja. Fyrirgjafarnir hittu ekki á þá staði sem ég var, ég var kannski á röngum stað. Við áttum góðar skyndisóknir og hefðum kannski átt að skora 1-2 mörk."

„Heilt yfir gerðum við ágætlega í leiknum, en í mörkunum gerðum við ekki nógu vel. Þeir eru mjög effektívir á lykilstundum. Þar er mesti munurinn."


Klæmint var spurður út í fyrsta mark Gent sem kom eftir hornspyrnu.

„Ég þarf að sjá þetta aftur, ég er ekki viss hvort það var maður sem var ekki dekkaður í teignum sem skoraði."

Á leið heim en ekkert til í ástæðunni
Þau tíðindi bárust í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin að Klæmint væri að leika sinn næstsíðasta leik fyrir Breiðablik í kvöld. Lánssamningur hans rennur út 16. nóvember og snýr hann þá aftur til Runavíkur í Færeyjum. Hann mun því ekki spila síðustu tvo leikina með Breiðabliki í riðlakeppninni.

„Samningur minn rennur út 16. nóvember. Það var samtal, en staðan hjá mér (personal situation) er þannig að ég er að fara heim," sagði Klæmint.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali eftir leik að Breiðablik hefði viljað halda Klæmint út riðlakeppnina.

Kristján Óli Sigurðsson sagði í þættinum að kona Klæmints væri búinn að fá nóg af Íslandi og það væri ástæðan fyrir því að hann væri á heimleið. „Konan hans segir að það sé ekki séns að hann verði áfram á þessu ógeðslega Íslandi, að hann skuli koma heim til Færeyja. Færeyskar húsmæður kalla ekki allt ömmu sína, það er ekki fræðilegur að hún hleypi honum í hina tvo leikina," sagði Kristján Óli í þættinum.

„Ég get sagt þér að fréttirnar sem ég sá í dag eru falsfréttir, þetta snýst ekki um það," sagði Klæmint.

Viðtalið við Klæmint má sjá í heild í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner