Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 27. október 2024 11:38
Elvar Geir Magnússon
Máluðu brettin græn í skjóli nætur
Mynd: Aðsend
Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik í Bestu deildinni í kvöld þar sem barist verður um Íslandsmeistaraskjöldinn.

Miklu færri komast að en vilja á vellinum en Víkingar hafa sett upp bráðabirgða áhorfendaaðstöðu með brettum og geta tekið á móti 2.500 áhorfendum.

Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings sagði frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net að hæglega hefði verið hægt að selja 8 þúsund miða á leikinn.

Fótbolti.net fékk sendar myndir frá Víkingsvelli en einhverjir stuðningsmenn Breiðabliks fóru inn á vallarsvæðið í Fossvoginum í nótt og máluðu brettin græn, í lit Breiðabliks.



Útvarpsþátturinn - Láki og leikurinn stóri
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner