Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 27. desember 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bamford: Hegðun Burnley hafði áhrif á dómarann
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa svaraði spurningum eftir 1-0 sigur Leeds í erfiðum heimaleik gegn Burnley í dag. Gestirnir voru óheppnir að tapa og var Sean Dyche, stjóri Burnley, brjálaður út í dómarann að leikslokum.

Bielsa viðurkennir að Burnley hefði verðskuldað stig úr þessum leik en segist einnig vera stoltur af baráttuandanum í sínum mönnum sem náðu að halda hreinu og eru komnir með 20 stig eftir 15 umferðir.

„Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Við vorum betri í fyrri og þeir í seinni. Þeir voru virkilega góðir eftir leikhlé og hefðu verðskuldað jöfnunarmark. Þeir eru með öfluga liðsheild og eru mjög hættulegir þegar þeir komast í færi," sagði Bielsa, sem var svo spurður út í umdeildan dóm þegar það sem virtist vera jöfnunarmark Burnley var ekki dæmt gilt.

„Ég veit ekki hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun eða ekki, ég samþykki bara það sem dómarinn segir. Miðað við hvernig þið spyrjið þá hljómar eins og við höfum grætt á þessari ákvörðun. Ég er stoltur af baráttuandanum sem strákarnir sýndu í dag."

Patrick Bamford gerði eina mark leiksins snemma þegar hann fiskaði vítaspyrnu og skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum.

„Burnley voru frábærir í dag og við erum ótrúlega stoltir að hafa náð að halda hreinu. Við sýndum mikla baráttu og hefðum aldrei fengið þrjú stig úr þessum leik án þess að vera tilbúnir til að fórna sjálfum okkur fyrir liðið," sagði Bamford, sem tjáði sig svo um markið umtalaða og vill meina að leikmenn Burnley séu ekki að auðvelda sér hlutina með að suða endalaust í dómaranum.

„Þeir voru alltaf að kalla og hrópa í hvert skipti sem dómarinn tók ákvörðun. Þannig hegðun hefur áhrif á dómara og ekki alltaf á jákvæðan hátt. Í dag var mikið af ákvörðunum sem hefðu getað fallið með öðru hvoru liðinu, mér fannst dómarinn standa sig þokkalega vel."

Bamford er kominn með 10 mörk eftir 15 leiki með Leeds í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner