Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Vill til Rodez (Staðfest)
Mynd: Rodez
Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Rodez AF í Frakklandi og mun spila með liðinu til ársins 2024. Eins og fram kom hér á Fótbolta.net í morgun var ljóst að Árni myndi semja við franskt félag.

Árni, sem er 27 ára sóknarmaður, náði samkomulagi við Breiðablik um riftun á samningi eftir síðasta tímabil og var frjálst að finna sér nýtt félag.

Hann vildi helst spila í Frakklandi þar sem kærasta hans, Sara Björk Gunnarsdóttir, spilar með Lyon og eiga þau saman dreng sem fæddist í nóvember.

Rodez er í Suður-Frakklandi, um 400km frá Lyon. Rodez AF er í næstefstu deild í Frakklandi og situr í 10. sæti. Hjá Rodez verður hann liðsfélagi miðjumannsins Enzo Zidane sem er sonur goðsagnarinnar Zinedine Zidane. Á dögunum mætti einnig bróðir Raphael Varane á láni frá Lens. Raphael er leikmaður Manchester United og bróðir hans heitir Jonathan Varane.

Rodez er með tveimur stigum meira en Nimes en þar spilar Elías Már Ómarsson. Næsti leikur Rodez er gegn Valencienne eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner