Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. febrúar 2020 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir ráð fyrir að Liverpool sé á leið í viðræður um Werner
Timo Werner er sterklega orðaður við Liverpool.
Timo Werner er sterklega orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Fáir eru fróðari um Liverpool en James Pearce, fréttaritari á The Athletic. Hann svaraði spurningum Liverpool stuðningsmanna í svokölluðu Q&A á The Athletic í dag.

Þar fékk hann spurningu um Timo Werner, sóknarmann Leipzig í Þýskalandi.

Werner gaf Liverpool undir fótinn í viðtali eftir 1-0 sigurinn á Tottenham í síðustu viku. Werner, sem hefur skorað 21 mark í 23 leikjum í þýsku Bundesligunni í vetur, er sagður hafa áhuga á að fara til Liverpool í sumar.

„Ég veit að Liverpool er besta lið í heimi í augnablikinu og þegar þú ert orðaður við það lið þá gerir það mig stoltan," sagði Werner í síðustu viku.

Werner er með klásúlu sem leyfir honum að fara frá RB Leipzig á 51 milljón punda í sumar ef gengið er frá samningum fyrir ákveðna dagsetningu í apríl.

Pearce býst við því að Liverpool hefji fljótlega viðræður um kaup á Werner. „Hann er leikmaður sem vill mjög fara til Liverpool og Klopp kann mjög vel við hann. Hann er líka fáanlegur á fínu verði. Viðræður eru ekki hafnar, en ég býst við Liverpool hefji þær á næstu vikum."

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og stefna hraðbyrði að Englandsmeistaratitlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner