Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. febrúar 2020 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewis og Aaron grínast með tölfræði - Fann strax að skotið var gott
Jamal Lewis og Max Aarons. Bakvarðarsveit Norwich.
Jamal Lewis og Max Aarons. Bakvarðarsveit Norwich.
Mynd: Getty Images
Buendia var maður leiksins.
Buendia var maður leiksins.
Mynd: Getty Images
Jamal Lewis var mjög hress í viðtali eftir sigur Norwich á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Úrslitin þýða að Norwich er fjórum stigum frá öruggu sæti.

Lewis, sem er 22 ára gamall vinstri bakvörður, skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu með flottu skoti vinstra megin í teignum. Bakverðirnir Lewis og Max Aaron unnu saman að markinu og skoraði sá fyrrnefndi.

Markið má sjá hérna.

„Ég er ánægður að skora mitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, en ég er eiginlega bara ánægður með sigurinn og stigin þrjú," sagði Lewis eftir leik.

Hann vissi það um leið og hann lét vaða að boltinn væri á leiðinni inn í markið. „Ég sá Max (Aaron) keyra upp völlinn og við erum alltaf að grínast með að við þurfum að mæta á fyrirgjafir hvors annars til að bæta tölfræði okkar. Um leið og ég skaut boltanum þá hugsaði ég með mér að þetta væri gott skot."

Einkunnir:
Hér að neðan má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.

Norwich: Krul (7), Aarons (8), Godfrey (6), Hanley (7), Lewis (7), Tettey (7), McLean (6), Buendia (8), Duda (8), Cantwell (7), Pukki (6).

Varamenn: Rupp (5), Drmic (6), Stiepermann (n/a).

Leicester: Schmeichel (7), Chilwell (7), Soyuncu (7), Evans (8), Pereira (7), Choudhury (6), Praet (7), Maddison (7), Barnes (7), Perez (7), Iheanacho (7).

Varamenn: Ndidi (6), Tielemans (6), Albrighton (6).

Maður leiksins: Emiliano Buendia.
Athugasemdir
banner
banner