Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Wright ennþá sár útaf tilboðinu í Suarez
Mynd: Getty Images
Það var mikið fjallað um tilboð Arsenal í Luis Suarez þegar úrúgvæski sóknarmaðurinn var enn leikmaður Liverpool.

Stjórnendur Arsenal höfðu komist á snoðir um ákvæði í samningi Suarez sem sagði til um að félagið yrði að segja leikmanninum frá tilboðum sem hljóðuðu upp á meira en 40 milljónir punda.

Arsenal bauð því 40 milljónir og eitt pund en stjórnendur Liverpool hlógu að því og neituðu að selja Suarez til Arsenal.

Suarez var áfram hjá Liverpool eitt ár í viðbót og var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann var að lokum seldur til Barcelona fyrir 65 milljónir.

„Það er martröð að hugsa um þetta því hann hefði getað orðið leikmaður Arsenal ef ekki fyrir þetta fáránlega tilboð með einu auka pundi," sagði Wright við BBC.

„Hann yfirgaf frábært Liverpool lið sem átti að vinna deildina til að ganga í raðir Barcelona sem var með stórkostlegt lið. Honum tókst að gera þann leikmannahóp enn betri. Hann er stórkostlegur leikmaður."

Suarez, sem er 33 ára, gerði 82 mörk í 133 leikjum hjá Liverpool. Hjá Barcelona hefur hann skorað 191 mark í 270 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner