þri 28. mars 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Kane: Ekki útilokað að skora 100 mörk fyrir England
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane segir það ekki útilokað að ná að skora 100 mörk fyrir enska landsliðið. Þessi 29 ára leikmaður varð markahæsti leikmaður í sögu Englands þegar hann skoraði í 2-1 sigrinum gegn Ítalíu á fimmtudag.

Hann bætti við sínu 55. landsliðsmarki í 82 leikjum þegar hann skoraði í 2-0 sigri gegn Úkraínu á sunnudag.

„Það verður klárlega erfitt að ná 100 mörkum en ég útiloka aldrei neitt. Ég er 29 ára og er í góðu formi, ég vil spila fyrir England eins lengi og ég get," segir þessi sóknarmaður Tottenham.

Næstu landsleikir Englands verða í júní, gegn Möltu og Norður-Makedóníu í undankeppni EM.

„Næsta markmið mitt er að ná 60 mörkum. Hundrað er ekki útiloka, það verður ótrúlega erfitt en við verðum að sjá hvernig næstu ár þróast," segir Kane sem skoraði 16 landsliðsmörk á árinu 2021

Þeir leikmenn Englands sem hafa skorað yfir 40 landsliðsmörk
Harry Kane (2015-) 55 mörk í 82 leikjum
Wayne Rooney (2003-2018) 53 í 120
Bobby Charlton (1958-1970) 49 í 106
Gary Lineker (1984-1992) 48 í 80
Jimmy Greaves (1959-1967) 44 í 57
Michael Owen (1998-2008) 40 í 89
Athugasemdir
banner
banner