Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. júní 2022 09:48
Elvar Geir Magnússon
Alfreð með samningstilboð frá Hammarby
Alfreð hefur leikið 61 landsleik fyrir Ísland og skorað 15 mörk.
Alfreð hefur leikið 61 landsleik fyrir Ísland og skorað 15 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason er með samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby, Aftonbladet greinir frá þessu.

Alfreð er 33 ára og hefur yfirgefið þýska úrvalsdeildarfélagið Augsburg eftir að samningur hans rann út.

Alfreð hefur spilað í Svíþjóð en hann lék með Helsingborg á lánssamningi 2012. Þá skoraði hann 12 mörk í 17 leikjum.

Alfreð hefur verið í Stokkhólmi og fundað með forráðamönnum Hammarby.

Sagt er að Hammarby hafi boðið honum ákveðin grunnlaun en þau geti svo hækkað eftir ákveðnum ákvæðum, til að mynda leikjafjölda en Alfreð hefur verið talsvert mikið á meiðslalistanum síðustu ár.

Alfreð hefur leikið 61 landsleik fyrir Ísland og skorað 15 mörk. Hann hefur ekki leikið landsleik síðan 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner