Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 28. júlí 2022 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Fjögur íslensk lið í Evrópukeppnum 2024 (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haraldur Haraldsson, stuðningsmaður Víkings R. og áhugamaður um íslenskan fótbolta, bendir mönnum á Twitter á að efsta deild á Íslandi mun eiga fjögur lið í Evrópukeppnum í stað þriggja eftir aðeins tvö ár.


Það eru bara þrjú lið frá Íslandi sem fá að taka þátt í forkeppnum Evrópukeppna og hefur flottur árangur að undanförnu skilað mikið af stigum til íslensku deildarinnar sem er í samkeppni við smæstu deildir Evrópu.

Nú er íslenska deildin komin upp fyrir þá albönsku og þá velsku, upp í 47. sæti af 55 þjóðum.

Við getum þakkað Breiðabliki og Víkingi R. sérstaklega fyrir þennan árangur en KR sótti einnig dýrmæt stig á dögunum með sigri á heimavelli gegn Pogon Szczecin eftir stórt tap ytra.

Haraldur bendir á að árangurinn í Evrópu í ár er svipaður og íslensk félagslið náðu árin 2004, 2013 og 2014. Mönnum er sérstaklega minnisstætt þegar Stjarnan sló Lech Poznan óvænt úr leik 2014. Stjarnan tapaði svo úrslitaleiknum um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gegn ítalska stórveldinu Inter sem hafði unnið Meistaradeildina aðeins nokkrum árum fyrr.


Athugasemdir
banner
banner