Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 16:33
Enski boltinn
Vinsælasti fótboltablaðamaðurinn stundar hvítþvott fyrir Greenwood
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano.
Fabrizio Romano.
Mynd: Getty Images
Greenwood átti ekki afturkvæmt til Manchester United.
Greenwood átti ekki afturkvæmt til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano er sá fótboltablaðamaður í heiminum sem er með flesta fylgjendur. Hann hefur í gegnum tíðina verið fyrstur með fréttirnar af félagaskiptum fótboltamanna og skapað sér miklar vinsældir út frá því.

En hann er núna líka farinn að nota miðla sín til að reyna að bæta orðspor manna, og það á nú aðallega við um Mason Greenwood.

Þessi vinsælasti fótboltafréttamaður heimsins er sagður taka fé frá umboðsmönnum og félögum til að skrifa færslur um leikmenn sem eru á þeirra vegum. Tipsbladet í Danmörku fjallaði um málið á sínum tíma. Með þann stóra fylgjendahóp sem Romano er með, þá getur hann alltaf skapað umtal. Greenwood er stærsta dæmið núna. Hann fylgdist náið með félagaskiptum hans til Marseille á meðan önnur stærri félagaskipti fengu minni umfjöllun. Auk þess hefur hann skrifað reglulega um gengi hans, bæði hjá Getafe og í byrjun tímabils hjá Marseille.

Í október 2022 var Greenwood, sem er 22 ára í dag, ákærður fyrir nauðgun og heimilisofbeldi en málið var látið niður falla í febrúar í fyrra. Sönnunargögn málsins voru myndir, myndbönd og hljóðupptaka sem kærasta hans birti á Instagram, en málið var þrátt fyrir það látið falla niður.

Greenwood átti ekki afturkvæmt til Manchester United út af málinu en hann var seldur í sumar til Marseille, eins og Romano hefur fjallað vel um. Romano hefur svo birt færslur til 22 milljóna fylgjenda sinna í nánast hvert sinn sem Greenwood gerir eitthvað jákvætt inn á vellinum. Er þetta augljóslega gert til að reyna að laga orðspor hans og til að fá fólk til að gleyma; svokallaður hvítþvottur.

Það var aðeins rætt um þetta í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum, var þar talað um að það væri vont að einn stærsti íþróttafréttamaður í heimi væri að nota þær vinsældir sem hann hefur skapað sér á þennan hátt.

„Hann er að fá feitan seðil, þetta er skrítið," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson í þættinum.

Einnig var komið inn á það í þættinum að fótboltafélagið Marseille virðist vera athvarf fyrir menn sem hafa verið ásakaðir um vonda hluti í gegnum tíðina. Greenwood ákvað að leyfa liðsfélaga sínum, Elye Wahi, að taka vítaspyrnu á dögunum. Wahi var árið 2021 kærður fyrir að ráðast á 22 ára gamla konu. Þá var uppljóstrað um það síðar það ár að Wahi hefði verið rekinn úr akademíu franska félagsins Caen fyrir að pressa á yngri leikmenn til að fróa sér fyrir framan sig.

Blaðamaðurinn Luis Paez-Pumar vakti athygli á hvítþvotti Romano í grein sinni hjá Defector, en þar velti hann fyrir sér af hverju hann væri að skrifa svona margar færslur um Greenwood. Það er augljóslega engin tilviljun.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um það hvernig færslur Romano hefur verið að birta um Greenwood en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir þetta og má augljóslega spyrja sig um siðferði hans.




Enski boltinn - Ten Hag tíminn, Noni í stuði og Guardiolabolti í Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner