Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 28. september 2021 15:35
Hafliði Breiðfjörð
Unnið í að efla ljósin á Kópavogsvelli fyrir Meistaradeildina
Spilar Breiðablik á Kópavogsvelli næstu mánuði?
Spilar Breiðablik á Kópavogsvelli næstu mánuði?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 6. október næstkomandi þegar þær mæta PSG frá Frakklandi í fyrsta leik liðsins af sex þetta haustið. Óvissa hefur ríkt um hvar Blikar spila heimaleiki sína í október, nóvember og desember en þau eru þó vongóð um að spila á Kópavogsvelli.

„Við erum ennþá að reyna að verða við ákveðnum kröfum og miðum alla okkar vinnu við að spila á Kópavogsvelli," sagði Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks við Fótbolta.net í dag.

Stærsta vandamálið er að lýsingin frá núverandi flóðljósum á vellinum er ekki nægilega mikil. Eysteinn sagði félagið vinna málin náið með bæjaryfirvöldum í Kópavogi en óháður aðili kom til landsins á dögunum og tók út og mældi ljósstyrkinn. Sú mæling kom því miður ekki nægilega vel út.

„Þeim fannst þetta ansi dauft en við erum að vinna í að reyna að efla ljósin. Það hefur komið tillaga frá framleiðanda ljósanna með hvernig það er hægt að auka styrkinn til að ná ákveðnum viðmiðum sem UEFA getur sætt sig við," sagði Eysteinn en þó það takist mun félagið samt sem áður vera á undanþágu á ítrustu kröfum frá UEFA í keppninni.

„Þetta skýrist vonandi allt á næstu 2-3 dögum enda stutt í leikinn, verið er að funda með Kópavogsbæ og framleiðandandum í þessum töluðu orðum og erum við bara í kapphlaupi við tímann“ sagði Eysteinn Pétur.

Miðvikudagur 6. október:
19:00 Breiðablik - Paris Saint Germain

Miðvikudagur 13. október:
19:00 Real Madrid - Breiðablik

Þriðjudagur 9. nóvember:
17:45 WFC Kharkiv - Breiðablik

Fimmtudagur 18. nóvember:
17:45 Breiðablik - WFC Kharkiv

Miðvikudagur 8. desember:
20:00 Breiðablik - Real Madrid

Fimmtudagur 16. desember:
17:45 Paris Saint Germain - Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner