Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 28. október 2019 21:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ribery fær þriggja leikja bann og sekt
Mynd: Getty Images
Franck Ribery hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hafa hrint aðstoðardómara í kjölfar 2-1 taps Fiorentina gegn Lazion um helgina.

Ribery var þá sektaður um 20 þúsund evrur fyrir athæfið. Ribery var tekinn af velli á 74. mínútu en hann missti hausinn eftir að flautað var til leiksloka.

Ribery hrinti dómaranum og svo gripu liðsfélagar hans til sinna ráða og héldu í Ribery svo hann gerði ekki eitthvað meira í kjölfarið.

Fiorentina var mjög ósátt við sigurmark Lazio. Leikmenn töldu að markið, sem Ciro Immobile skoraði, hafi komið eftir að Jordan Lukaku hafi brotið á Riccardo Sotil.

Sjá einnig: Sjáðu atvikið: Ribery ýtti línuverðinum - Á leið í langt bann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner