Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 28. nóvember 2018 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höddi Magg: Neymar er oflaunaður pappakassi
Neymar er dýrasti fótboltamaður sögunnar.
Neymar er dýrasti fótboltamaður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Leikur Paris Saint-Germain og Liverpool í Meistaradeildinni er í fullum gangi. Seinni hálfleikur var að hefjast en staðan er 2-1 fyrir Parísarliðið.

Neymar skoraði seinna mark PSG í fyrri hálfleiknum eftir að Juan Bernat gerði það fyrra. James Milner minnkaði muninn fyrir Liverpool úr vítaspyrnu.

Neymar hefur litið nokkuð vel út í fyrri hálfleiknum en Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er ekki aðdáandi. „Neymar er allt það sem er rangt við fótboltann í dag. Oflaunaður pappakassi."

Neymar hefur oft fengið á sig gagnrýni fyrir að fara niður í jörðina við minnstu snertingu eða enga snertingu; hann þykir oft á tíðum sýna alltof mikinn leikaraskap.

Eftir vítaspyrnudóminn taldi Neymar sig eiga eitthvað ósagt við Virgil van Dijk en það vakti ekki mikla kátínu hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Sjá einnig:
Myndband: Mane fór niður áður en snertingin kom



Athugasemdir
banner