Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. nóvember 2021 19:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Patrik og Brekalo náðu sáttum eftir leik
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson fiskaði rautt spjald á eigin liðsfélaga í leik Viking og Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni áðan.

Patrik lenti í rifrildi við liðsfélaga sinn, David Brekalo, og fóru þeir að að ýta hvor öðrum. Það endaði með því að Patrik henti sér í jörðina og hélt um höfuð sitt.

Patrik gerði mikið úr þessu og fékk liðsfélagi hans, David Brekalo, að launum beint rautt spjald.

„Það er hluti af leiknum að rífast við liðsfélaga, en við eigum ekki að snerta hvorn annan," sagði Patrik við Aftenbladet eftir leikinn.

Bjarte Lunde Aarsheim, þjálfari Viking, segir að þetta líti ekki vel út fyrir félagið en að leikmennirnir hafi talað saman og náð sáttum eftir leikinn.

Viking birti mynd af íslenska markverðinum og Brekalo eftir leikinn. Hér að neðan má sjá myndina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner