Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   þri 28. nóvember 2023 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar fór á fund með Norrköping en hefur ekkert heyrt síðan
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir í samtali við 433.is að hann hafi fundað með sænska félaginu Norrköping í síðustu viku.

Hann segist ekkert hafa heyrt frekar frá félaginu eftir fundinn sem hann átti með þeim.

„Ég fer fyrir viku síðan á Zoom fund með þeim. Ég hef ekkert heyrt neitt síðan. Ég veit ekki hvort þeir hafi haft aftur samband við Víking," segir Arnar.

„Ég hefði haldið að næsta skref væri 'face to face' fundur en það hefur ekkert gerst frá fyrsta fundi."

Arnar kláraði í síðasta mánuði sitt fimmta tímabil sem þjálfari Víkings og hefur hann náð stórkostlegum árangri með liðið á sínum tíma þar. Alls eru titlarnir sex: tveir Íslandsmeistaratitlar og fjórir bikarmeistaratitlar.

Hann hefur einnig verið orðaður við Hammarby í Svíþjóð og verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner