Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 29. febrúar 2020 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsleikjum mögulega frestað - „Heilsa fólks mun mikilvægari en fótboltaleikur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var tilkynnt að fimm leikjum verði frestað í ítölsku A-deildinni. Kóróna veiran er að breiðast hratt út í heiminum þessa dagana og hafa komið upp mörg tilfelli á Ítalíu.

Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur tjáð sig um ástandið og segir hann að mögulega verði landsleikjum í mars frestað vegna veirunnar.

Ísland á leik gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM alls staðar og þá leika liðin sem komin eru á mótið vináttuleiki.

„Heilsa fólks er mun mikilvægari en hvaða fótboltaleikur sem er," sagði Infantino og hélt áfram: „Ég vil ekki útiloka neitt á þessari stundu. Þess vegna þarf að skoða stöðuna og vonandi fer tilfellum fækkandi frekar en fjölgandi. Á þessari stundu lítur allt út fyrir að tilfellum fjölgi."

„Ef þarf að fresta leikjum eða spila án áhorfenda þangað til þetta hættir þá verður að gera það,"
sagði Infantino að lokum.
Athugasemdir
banner
banner