Besta deildin fer stórskemmtilega af stað og hér er Sterkasta liðið í boði Steypustöðvarinnar í 4. umferð.
KR á flesta fulltrúa eftir 5-0 sigur gegn ÍA. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar. Aron Sigurðarson skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins. Luke Rae komst einnig á blað og átti frábæran leik og þá var Júlíus Mar Júlíusson afskaplega öflugur í Vesturbæjarvörninni.
KR á flesta fulltrúa eftir 5-0 sigur gegn ÍA. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar. Aron Sigurðarson skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins. Luke Rae komst einnig á blað og átti frábæran leik og þá var Júlíus Mar Júlíusson afskaplega öflugur í Vesturbæjarvörninni.

Óli Valur Ómarsson hefur verið mjög öflugur í upphafi móts og er í þriðja sinn í liði umferðarinnar en hann var maður leiksins þegar Breiðablik, sem trónir á toppnum, vann 1-0 útisigur gegn Vestra.
Bjarni Mark Duffield bjargaði á línu með bakfallsspyrnu í lokin í 1-1 jafntefli Vals og Víkings. Helgi Guðjónsson lék sem vængbakvörður, skoraði af vítapunktinum, og var besti leikmaður Víkinga.
ÍBV tengdi saman sigra og vann 3-2 sigur gegn Stjörnunni í Garðabænum. Bjarki Björn Gunnarsson skoraði glæsilegt mark og var yfirburðarmaður á vellinum og þá fær varnarmaðurinn Sigurður Arnar Magnússon einnig sæti í úrvalsliðinu.
Markvarðarmálin hjá Fram hafa mikið verið í umræðunni en Viktor Freyr Sigurðsson lék afskaplega vel í marki liðsins í 3-0 sigri gegn Aftureldingu. Kennie Chopart skoraði í leiknum og var valinn maður leiksins. Guðjón Ernir Hrafnkelsson var maður leiksins þegar KA vann FH 3-2.
Fyrri úrvalslið:
25.04.2025 10:15
Sterkasta lið 3. umferðar - Fjórir fulltrúar Aftureldingar
15.04.2025 09:45
Sterkasta lið 2. umferðar - Níu markaskorarar
07.04.2025 23:40
Sterkasta lið 1. umferðar - Flugstart á Bestu deildinni
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 13 | 9 | 2 | 2 | 26 - 14 | +12 | 29 |
2. Breiðablik | 13 | 8 | 2 | 3 | 24 - 18 | +6 | 26 |
3. Valur | 13 | 7 | 3 | 3 | 35 - 19 | +16 | 24 |
4. Stjarnan | 13 | 6 | 2 | 5 | 24 - 24 | 0 | 20 |
5. Fram | 13 | 6 | 1 | 6 | 21 - 18 | +3 | 19 |
6. Vestri | 13 | 6 | 1 | 6 | 13 - 11 | +2 | 19 |
7. Afturelding | 13 | 5 | 2 | 6 | 15 - 17 | -2 | 17 |
8. KR | 13 | 4 | 4 | 5 | 34 - 34 | 0 | 16 |
9. FH | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 19 | 0 | 14 |
10. ÍBV | 13 | 4 | 2 | 7 | 13 - 21 | -8 | 14 |
11. KA | 13 | 3 | 3 | 7 | 12 - 25 | -13 | 12 |
12. ÍA | 13 | 4 | 0 | 9 | 15 - 31 | -16 | 12 |
Athugasemdir