Fyrsta umferð Bestu deildarinnar er að baki og Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu titilvörnina með 2-0 sigri gegn Aftureldingu í opnunarleiknum.
Óli Valur Ómarsson var valinn maður leiksins og er í Sterkasta liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Óli Valur Ómarsson var valinn maður leiksins og er í Sterkasta liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

Víkingar unnu einnig 2-0 sigur, gegn hinum nýliðunum í ÍBV. Sveinn Gísli Þorkelsson var valinn maður leiksins og Gunnar Vatnhamar er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði annað markið.
Valur og Vestri gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Öflugt stig á útivelli hjá Vestra og Davíð Smári Lamude er þjálfari umferðarinnar. Guy Smit markvörður var maður leiksins gegn sínum fyrrum félögum og Eiður Aron Sigurbjörnsson gríðarlega öflugur í vörninni. Valur fær einnig sinn fulltrúa í úrvalsliðinu en það er Jónatan Ingi Jónsson.
Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði glæsilegt mark og hefði getað skorað fleiri þegar KR gerði 2-2 jafntefli gegn KA á Akureyri. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði og lagði upp fyrir KA.
Rúnar Már Sigurjónsson var besti maður vallarins og skoraði eina markið úr glæsilegri aukaspyrnu þegar ÍA vann 1-0 útisigur gegn Fram. Johannes Vall er einnig í úrvalsliðinu.
Umferðinni lauk með 2-1 sigri Stjörnunnar gegn FH en þar var Örvar Eggertsson besti maður vallarins. Skoraði og átti stóran þátt í öðru markinu.
Athugasemdir