Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   þri 15. apríl 2025 09:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 2. umferðar - Níu markaskorarar
Karl Friðleifur er meðal níu markaskorara úr umferðinni sem eru í Sterkasta liðinu.
Karl Friðleifur er meðal níu markaskorara úr umferðinni sem eru í Sterkasta liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jöull Andrésson ver markið.
Jöull Andrésson ver markið.
Mynd: Raggi Óla
Jói Bjarna er aftur í liði umferðarinnar.
Jói Bjarna er aftur í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar gerðu sér lítið fyrir og unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð Bestu deildarinnar. Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar.

Blikar komust tveimur mörkum yfir í leiknum en varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson kom Fram á bragðið í seinni hálfleik. Guðmundur Magnússon kom af bekknum í stöðunni 2-0 og skoraði tvívegis.



Á sama tíma vann Víkingur glæsilegan 4-0 sigur gegn KA. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvívegis áður en hann þurfti að fara meiddur af velli. Hinir markaskorarar Víkings eru einnig í liði umferðarinnar; Karl Friðleifur Gunnarsson og Helgi Guðjónsson.

Andri Rúnar Bjarnason og Guðmundur Baldvin Nökkvason skoruðu mörk Stjörnunnar sem vann 2-1 sigur gegn ÍA. Stjarnan er með fullt hús eftir tvær umferðir.

Daði Berg Jónsson skoraði sigurmarkið og var maður leiksins þegar Vestri vann FH 1-0. Liðsfélagi hans Eiður Aron Sigurbjörnsson er aftur í úrvalsliðinu.

Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði tvívegis þegar KR gerði 3-3 jafntefli gegn Val í rosalegum leik og Jökull Andrésson var með hreint lak í marki Aftureldingar eftir nýliðaslaginn gegn ÍBV sem endaði með markalausu jafntefli.

Fyrri úrvalslið:
   07.04.2025 23:40
Sterkasta lið 1. umferðar - Flugstart á Bestu deildinni

Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
5.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
6.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
9.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
10.    KA 17 5 4 8 17 - 32 -15 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner
banner