Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 25. apríl 2023 10:45
Fótbolti.net
Sterkasta lið 3. umferðar - Birnir í liðinu aðra umferðina í röð
Birnir Snær Ingason fer afskaplega vel af stað á tímabilinu.
Birnir Snær Ingason fer afskaplega vel af stað á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stoðsendingakóngur síðasta tímabils lagði upp tvö mörk.
Stoðsendingakóngur síðasta tímabils lagði upp tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Eyþórs skoraði með skalla.
Ásgeir Eyþórs skoraði með skalla.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur er með fullt hús að loknum þremur umferðum í Bestu deild karla. Liðið hefur verið gríðarlega sannfærandi í fyrstu leikjum sínum á tímabilinu og vann 3-0 sigur gegn KR í gær.

Birnir Snær Ingason er í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar aðra umferðina í röð en hann skoraði annað mark leiksins. Í liðinu er einnig Danijel Djuric sem skapaði hættu hvað eftir annað. Þá er Arnar Gunnlaugsson þjálfari umferðarinnar.



Valsmenn unnu flottan 3-1 útisigur gegn Fram þar sem Frederik Schram skoraði þrennu. Adam Ægir Pálsson lagði upp mörkin tvö sem skiluðu sigri Vals og er í annað sinn í liði umferðarinnar.

Fylkismenn komu á óvart með 4-2 sigri gegn FH en Ásgeir Eyþórsson skoraði með skalla í leiknum og var valinn maður leiksins. Þá er hinn nítján ára gamli Óskar Borgþórsson, sem kom inn af bekknum á 74. mínútu, einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði og lagði upp.

Fylkismenn komnir á blað og það eru einnig Eyjamenn sem unnu 2-1 sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið og Felix Örn Friðriksson var valinn maður leiksins.

Stjarnan vann 5-4 sigur gegn Fylki í hreint ótrúlegum leik. Ungir leikmenn Stjörnunnar fóru á kostum en enginn meira en Ísak Andri Sigurgeirsson sem skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar. Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði tvö mörk.

Nacho Heras varnarmaður Keflavíkur er í úrvalsliðinu í annað sinn en hann var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli gegn KA fyrir norðan. Flott úrslit fyrir Keflavík.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Víkingur bauð KR upp á raunveruleikatékk
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner