Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 11. apríl 2023 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 1. umferðar - Frábær fyrsta umferð að baki
Sami Kamel er í liði umferðarinnar.
Sami Kamel er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK-ingar fagna sigrinum gegn Breiðabliki.
HK-ingar fagna sigrinum gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason.
Davíð Örn Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í Bestu deildinni var leikin í heild sinni í gær. Það er óhætt að segja að deildin hafi byrjað með látum.

HK og Keflavík eiga flesta fulltrúa í liði fyrstu umferðar, en úrvalsliðið er í boði Steypustöðvarinnar.Ómar Ingi Guðmundsson er auðvitað þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt HK til sigurs í nágrannaslagnum gegn Breiðabliki. Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson, leikmenn HK, eru einnig í liði umferðarinnar.

Sami Kamel átti flottan leik í sigri Keflavíkur gegn Fylki og þar voru Dagur Ingi Axelsson og Nacho Heras einnig mjög góðir.

Jakob Franz Pálsson var öflugur í vörn KR í jafntefli gegn KA og þá voru Adam Ægir Pálsson og Frederik Schram bestir í liði Vals í sigri á ÍBV.Vuk Oskar Dimitrijevic var maður leiksins þegar FH gerði jafntefli við Fram og þá voru Davíð Örn Atlason og Pablo Punyed bestir í sigri Víkinga gegn Stjörnunni.
Innkastið - Tryllt byrjun á deild þeirra Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner