Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 01. maí 2023 13:15
Fótbolti.net
Sterkasta lið 4. umferðar - Örvar að koma mikið á óvart
Örvar Eggertsson.
Örvar Eggertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Bestu deild karla. Víkingar eru ekki enn búnir að fá á sig mark í deildinni en þeir lögðu KA 1-0 í fjórðu umferðinni. Þar var Gunnar Vatnhamar maður leiksins.

Dusan Brkovic var öflugur í vörn KA og hann kemst einnig í lið umferðarinnar.



FH á flesta fulltrúa í liðinu eftir 3-0 sigur gegn KR á ömurlegum velli í Kaplakrika. Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu og Sindri Kristinn Ólafsson var öflugur í marki FH. Þá er Heimir Guðjónsson þjálfari umferðarinnar.

Leifur Andri Leifsson var öflugur í vörn HK gegn Fylki og Örvar Eggertsson er í liði umferðarinnar í þriðja sinn. Örvar er er næst markahæstur í deildinni með fjögur mörk en það bjuggust ekki margir við því fyrir tímabil að hann myndi spila svona vel.

Markahæstur í deildinni er Stefán Ingi Sigurðarson en hann skoraði þrennu í ótrúlegum leik Breiðabliks og Fram. Leikurinn endaði 5-4 fyrir Blika.



Felix Örn Friðriksson og Tómas Bent Magnússon voru bestu menn vallarins í 1-3 sigri ÍBV gegn Keflavík.

Þá var Ísak Andri Sigurgeirsson magnaður í 3-2 tapi Stjörnunnar gegn Val. Kristinn Freyr Sigurðsson var besti maður Vals í leiknum.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Svartur blettur á trylltri umferð
Athugasemdir
banner
banner