Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 05. maí 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 5. umferðar - Adam og Birnir á miklu flugi
Birnir Snær Ingason heldur áfram á flugi.
Birnir Snær Ingason heldur áfram á flugi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason í HK.
Arnþór Ari Atlason í HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hin stórskemmtilega Besta deild heldur áfram að færa okkur fjöruga leiki og nóg af umtalsefni. Fimmtu umferðinni er lokið og hér má sjá úrvalslið umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

Víkingur er á toppnum með Fullt hús en liðið vann afskaplega sannfærandi 4-1 sigur gegn Keflavík í gær. Maður leiksins var Birnir Snær Ingason sem fór illa með vörn Keflavíkur og kom að öllum fjórum mörkum síns liðs.

Birnir hefur verið magnaður í upphafi tímabils og er valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn. Annar sem er í liðinu í þriðja sinn er fyrrum samherji hans, Adam Ægir Pálsson hjá Val.

Adam hefur farið með himinskautum á nýju tímabili, hann skoraði og átti stórkostlega stoðsendingu þegar Valur slátaði Fylki 6-1. Maður leiksins var Sigurður Egill Lárusson sem lagði upp tvö mörk og skoraði eitt sjálfur. Flugeldasýning hjá Val.



HK-ingar eiga allt hrós skilið fyrir óvænta byrjun sína á tímabilinu. Liðið lagði KR á Seltjarnarnesinu þar sem Arnþór Ari Atlason skoraði eina mark leiksins. Varnarmaðurinn Ahmad Faqa fer vel af stað hjá Kópavogsliðinu og þá er Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari umferðarinnar. Það er rosalegur gír á HK-ingum.

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks hefur átt erfiða byrjun á mótinu en sýndi sitt rétta andlit í 2-0 sigri gegn Stjörnunni. Með tveimur góðum vörslum kom hann í veg fyrir það að Garðabæjarlið kæmist inn í leikinn. Maður leiksins var Gísli Eyjólfsson sem skoraði fyrra mark Kópavogsliðsins.

Fram vann flottan 3-1 sigur gegn ÍBV. Fyrsti sigur Fram í deildinni. Brasilíumaðurinn Fred var maður leiksins og þá var bakvörðurinn Már Ægisson baneitraður þegar hann kom upp völlinn og bjó til vandræði fyrir Eyjamenn.

Fyrir norðan hafði KA mikla yfirburði gegn FH og vann 4-2 sigur. Daníel Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins en maður leiksins, eins og oft áður, var Hallgrímur Mar Steingrímsson sem átti tvær stoðsendingar og var líflegur í sókninni. Fólk bað um mörk frá KA og fékk mörk!

Sjá einnig:
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Ferskir vindar verða fárviðri og Lengjuspáin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner