Sterkasta lið 7. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar, hefur verið valið.
Víkingur er áfram með fullt hús á toppi deildarinnar, eftir 2-0 sigur gegn FH. Varnarmaðurinn Oliver Ekroth hefur verið frábær í upphafi tímabils og er í liðinu, þar má einnig finna færeyska landsliðsmanninn Gunnar Vatnhamar sem hefur komið frábær inn í Víkingsliðið. Vörn Víknga hefur vart stigið feilspor í upphafi tímabils.
Víkingur er áfram með fullt hús á toppi deildarinnar, eftir 2-0 sigur gegn FH. Varnarmaðurinn Oliver Ekroth hefur verið frábær í upphafi tímabils og er í liðinu, þar má einnig finna færeyska landsliðsmanninn Gunnar Vatnhamar sem hefur komið frábær inn í Víkingsliðið. Vörn Víknga hefur vart stigið feilspor í upphafi tímabils.
Valsmenn halda áfram á flugi og raða inn mörkunum. Þeir pökkuðu KA-mönnum saman fyrir norðan þar sem Adam Ægir Pálsson var valinn maður leiksins. Skoraði tvívegis og spilaði heilt yfir afburðavel. Kristinn Freyr Sigurðsson var potturinn og pannan í sóknarleik Vals og flest fer í gegnum þennan ofboðslega hæfileikaríka leikmann.
Breiðablik vann gríðarlega öflugan 1-0 útisigur við erfiðar aðstæður gegn KR á Meistaravöllum. Gísli Eyjólfsson setti á sig skikkju og var hetjan með því að skora eina mark leiksins. Þá átti Oliver Sigurjónsson frábæran leik.
Fylkir vann óhemju mikilvægan 3-1 sigur gegn Fram þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði eitt af mörkum Fylkis og var valinn maður leiksins. Þá er Ólafur Kristófer Helgason markvörður einnig í úrvalsliðinu.
Stjarnan var í stuði gegn ÍBV og vann 4-0 sigur. Eggert Aron Guðmundsson var valinn maður leiksins og Daníel Laxdal batt saman vörnina.
Þá halda nýliðar HK áfram að gera ofboðslega flotta hluti. Þeir unnu 2-0 útisigur gegn Keflavík. Arnþór Ari Atlason hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu, skoraði fyrra markið og er í úrvalsliðinu í þriðja sinn.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir