Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 09. maí 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 6. umferðar - Aron Jó og Aron Jó
Nikolaj Hansen skoraði sigurmark Víkings gegn ÍBV.
Nikolaj Hansen skoraði sigurmark Víkings gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson átti magnaða innkomu.
Ásgeir Sigurgeirsson átti magnaða innkomu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn fóru hreinlega á kostum í 6. umferð Bestu deildarinnar en liðið slátraði KR 5-0 þar sem allt liðið lék virkilega vel. Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar.

Maður leiksins var Birkir Már Sævarsson sem bauð upp á stoðsendingaþrennu. Aron Jóhannsson skoraði og átti mjög öflugan leik og Hlynur Freyr Karlsson var traustur í vörninni. Þeir eru í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.



Ásgeir Sigurgeirsson átti geggjaða innkomu af bekknum fyrir KA sem kom til baka og vann 2-1 útisigur gegn HK í Kórnum. Sigurmark Ásgeirs verður lengi í minnum haft en hann tók magnaðan sprett frá eigin vallarhelmingi og endaði á því að skila boltanum í netið. Maradona stíll á þessu.

Sindri Kristinn Ólafsson fer vel af stað í markinu hjá FH og er í liðinu eftir frammistöðuna í 2-1 sigrinum gegn Keflavík. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði fyrra mark FH og er einnig í liðinu.

Nikolaj Hansen skoraði sigurmark Víkings sem sótti öll stigin þrjú til Vestmannaeyja. Markið var flautumark í uppbótartíma. Fylkir tapaði 1-2 fyrir Breiðabliki en maður leiksins kemur samt sem áður úr röðum Árbæinga, Ragnar Bragi Sveinsson.

Fram á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eftir verðskuldaðan 2-1 sigur gegn Stjörnunni. Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Fram og Fred lék listir sínar.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Haltrandi í humátt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner