Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 17. apríl 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 2. umferðar - Bræður að norðan
Anton Logi var frábær á miðju Breiðabliks.
Anton Logi var frábær á miðju Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vik Oskar Dimitrijevic er aftur í liði umferðarinnar.
Vik Oskar Dimitrijevic er aftur í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kennie Chopart í leiknum gegn Keflavík.
Kennie Chopart í leiknum gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 2-0 sigur gegn Val í stórleik 2. umferðar Bestu deildarinnar. Blikar eiga þrjá fulltrúa í Sterkasta liði umferðarinnar, þar á meðal er þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Hinn tvítugi Anton Logi Lúðvíksson var frábær á miðju Breiðabliks og steig varla feilspor. Hann var valinn maður leiksins. Viktor Örn Margeirsson var flottur í öftustu línu Blika.



Ólafur Íshólm Ólafsson átti líklega sinn besta leik fyrir Fram í efstu deild þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við HK. Örvar Eggertsson skoraði mark HK og er aftur í liði umferðarinnar.

Kennie Chopart var frábær í liði KR sem vann Keflavík, gríðarlega öflugur sóknarlega að venju og átti stóran þátt í öðru marki KR-inga. Alltaf traustur varnarlega í þokkabót, öflugur leiðtogi og fyrirliði KR.

Vuk Oskar Dimitrijevic er að byrja mótið frábærlega og skoraði laglegt sigurmark gegn Stjörnunni, eftir gott samspil við Kjartan Henry Finnbogason. Logi Hrafn Róbertsson er einnig í liði umferðarinnar.



Hallgrímur Mar Steingrímsson var maður leiksins þegar KA rúllaði yfir ÍBV 3-0. Bróðir hans Hrannar Björn Steingrímsson er einnig í liði umferðarinnar.

Víkingar fara af stað með miklu öryggi og unnu 2-0 sigur gegn Fylki. Oliver Ekroth skoraði og var maður leiksins. Birnir Snær Ingason og Luigi tengdu vel úti vinstra megin og fékk Birnir mikið pláss til að vinna með, sérstaklega í upphafi leiks. Hann kom Víkingum á bragðið og var besti maður vallarins í fyrri hálfleik.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Græn gleði og gulur völlur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner