þri 23. maí 2023 09:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 8. umferðar - Skaut í samherja og inn
Pablo Punyed er í liði umferðarinnar.
Pablo Punyed er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn var hrikalega öflugur í Vestmannaeyjum.
Gyrðir Hrafn var hrikalega öflugur í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik vann verðskuldaðan 2-0 sigur gegn KA í 8. umferð Bestu deildarinnar, við erfiðar aðstæður veðurfarslega. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar og maður leiksins, Gísli Eyjólfsson, er í liði umferðarinnar.

Gísli krækti í vítaspyrnu og skoraði frábært mark, sláin inn, í leiknum.



Víkingur á tvo fulltrúa en liðið er með fullt hús. Oliver Ekroth hefur verið einn besti maður mótsins og er valinn í þriðja sinn í úrvalsliðið. Pablo Punyed, umferðarstjórinn á miðjunni, er einnig í liðinu eftir 2-1 sigur gegn HK. Þrátt fyrir tap Kópavogsliðsins þá átti markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson flottan leik og tók magnaða markvörslu frá Erlingi Agnarssyni.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varnarmaður Keflavíkur var valinn maður leiksins þegar Keflavík náði í óvænt stig á Hlíðarenda. 0-0 urðu lokatölur. Hlynur Freyr Karlsson var besti maður Vals í leiknum.

FH vann dramatískan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson var virkilega öflugur, með mark og stoðsendingu í leiknum. Stoðsendingin var reyndar skrautleg, hann skaut í Steven Lennon og inn. Davíð Snær Jóhannsson átti stóran þátt í sigurmarkinu og besti leikmaður ÍBV var Alex Freyr Hilmarsson.

Fremstu menn úrvalsliðsins eru svo Theodór Elmar Bjarnason, sem valinn var maður leiksins þegar KR vann Fram, og Pétur Bjarnason sem skoraði fyrir Fylki í 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner