Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 29. júlí 2021 13:53
Elvar Geir Magnússon
Mikael Anderson með Covid-19
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson er í einangrun en hann greindist með Covid-19 veiruna.

Frá þessu er greint á heimasíðu félags hans Midtjylland í Danmörku.

Mikael var óvænt ekki í leikmannahópi Midtjylland í gær þegar liðið gerði sér lítið fyrir og sló út Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. Nú er skýringin á því komin í ljós.

Mikael hafði verið í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.

Aðrir í leikmannahópi Midtjylland fóru í skimun en fengu allir neikvæða niðurstöðu.
Athugasemdir
banner