Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júlí 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Eftirtektarvert afrek hjá Íslendingaliði
Rúnar skoraði og lagði upp
Elías er varamarkvörður Midtjylland.
Elías er varamarkvörður Midtjylland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Midtjylland náði stórkostlegum úrslitum í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Midtjylland mætti skoska liðinu Celtic í síðari leik liðanna. Leikið var í Danmörku í kvöld en fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli.

Staðan var einnig 1-1 þegar flautað var til leiksloka í kvöld og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði Raphael Onyedika, tvítugur að aldri, sigurmark Midtjylland og lokatölur í þessum leik 2-1 fyrir danska liðið.

Frábær úrslit og nokkuð óvænt. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson er varamarkvörður Midtjylland og var á bekknum í kvöld; Mikael Neville Anderson var ekki með. Þjálfari Midtjylland er Bo Henriksen, fyrrum sóknarmaður Fram, ÍBV og Vals.

Tvö önnur Íslendingalið komust áfram í þriðju umferð forkeppninnar í kvöld.

Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir rúmenska liðið Cluj í 2-0 sigri á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar. Hann lagði upp og skoraði í leiknum. Frábærlega gert hjá honum. Cluj vann einvígið samanlagt 4-1. Þá var markvörðurinn Ögmundur Kristinsson ekki í hóp hjá Olympiakos í 0-1 á Neftchi Baku frá Aserbaídsjan. Olympiakos vann einvígið 0-2.
Athugasemdir
banner
banner