Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 29. ágúst 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea þarf að kaupa fleiri áður en glugganum verður lokað
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea.
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
Næsta fimmtudagskvöld verður félagaskiptaglugganum lokað en Thomas Tuchel stjóri Chelsea segist þurfa að styrkja sig enn frekar.

Franski varnarmaðurinn Wesley Fofana er að ganga í raðir Chelsea frá Leicester fyrir 70 milljónir bráðlega en hann fer í læknisskoðun í dag.

Þá er Chelsea einnig að reyna að fá Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona og Anthony Gordon rá Everton.

„Ég tel að við þurfum að fá inn nokkra leikmenn í ákveðnar stöður. En það styttist í að glugganum verði lokað ég verð ánægður þjálfari sama hvað mun gerast," segir Tuchel.

Chelsea heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

„Ég mun reyna að finna lausnir og hugsa ekki út í hvað mun gerast eða hvað gæti gerst. Eins og gegn Leicester þurfum við að finna leið gegn Southampton til að vinna sigur."

Chelsea hefur þegar fengið Raheem Sterling, sem skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum gegn Leicester, Kalidou Koulibaly og Marc Cucurella.
Athugasemdir
banner
banner