Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 29. október 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Átta ungir frá KA æfa með Midtjylland
Fjórir af drengjunum.
Fjórir af drengjunum.
Mynd: KA
Mynd: KA
Dagana 4.-9. nóvember næstkomandi munu átta strákar á vegum KA fara til æfinga hjá danska félaginu FC Midtjylland.

„Strákarnir fá þar að æfa við aðstæður sem eru á pari við þær bestu á Norðurlöndunum og verður gaman fyrir þá að kynnast slíku umhverfi," segir á vef KA.

FC Midtjylland hefur orðið danskur meistari árin 2015 og 2018 auk þess sem þeir urðu bikarmeistarar árið 2019.

Mikael Anderson er í aðalliði Midtjylland og þeir Elías Rafn Ólafsson og bræðurnir Danijel og Nikola Djuric eru einnig á mála hjá félaginu. Elías er í láni hjá Aarhus Fremad í dönsku C-deildinni í dag.

„Það er von okkar í KA að samstarfið milli KA og FC Midtjylland haldi áfram næstu ár og fleiri slíkar heimsóknir verði farnar á næstu árum."

Drengirnir sem fara í þetta skemmtilega verkefni eru fæddir árin 2004-2007 og eru þeir Björgvin Máni Bjarnason, Hákon Orri Hauksson, Ágúst Ívar Árnason, Sindri Sigurðsson, Dagbjartur Búi Davíðsson, Elvar Máni Guðmundsson, Valdimar Logi Sævarsson og Mikael Breki Þórðarson.

Með drengjunum í för verða þjálfararnir Hallgrímur Jónasson og Aðalbjörn Hannesson en þeir munu taka þátt í öllum æfingum og fá að kynnast starfi FC Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner
banner