Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 29. október 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besiktas vill senda Karius aftur til Liverpool
Mynd: EPA
Tyrknesku risarnir í Besiktas eru sagðir hafa misst þolinmæðina á þýska markverðinum Loris Karius sem er á láni hjá félaginu frá Liverpool.

Besiktas vill losna við Karius og það ekki seinna en í janúar. Karius er á tveggja ára lánssamningi hjá félaginu.

Besiktas er sagt nú þegar í leit að nýjum markverði eftir slæma byrjun á leiktíðinni. Fabri, markvörður Fulham, er sagður skotmark Besiktas.

Það er spurning hvort Karius eigi sér einhverja framtíð í Bítlaborginni en honum var sagt að hann mætti fara af stjóra sínum hjá Liverpool, Jurgen Klopp, þegar Liverpool keypti Alisson sumarið 2018.

Karius hefur varið mark Besiktas í fyrstu níu umferðum deildarinnar og eftir þær situr liðið í 8. sæti deildarinnar, sex stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner