þri 29. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brasilískur miðjumaður í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Njarðvík - Facebook

Njarðvík hefur nælt í brasilíska miðjumanninn Joao Ananias en þessi 31 árs gamli miðjumaður mun leika með Njarðvík næstu tvö tímabil.


Hann hefur leikið 100 leiki í næst efstu deild í Brasilíu og skorað tvö mörk. Þá hefur hann leikið í Lettlandi og Albaníu.

Njarðvík tryggði sér þátttökurétt í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið vann 2. deildina svo liðið er að styrkjast fyrir átökin í deild ofar.

„João Ananias mun án efa styrkja lið Njarðvíkur mikið og verður mikilvægur hlekkur til að ná markmiðum sumarsins. Félagið býður João velkominn og væntir mikils af honum." Segir í tilkynningu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner