Keflavík hefur samþykkt tilboð frá norska félaginu Valerenga í Elías Má Ómarsson og ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann skrifa undir samning hjá félaginu í næstu viku.
Elías Már mun fara til Noregs á miðvikudaginn þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Valerenga en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans í samtali við Fótbolta.net í dag.
Elías Már mun fara til Noregs á miðvikudaginn þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Valerenga en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans í samtali við Fótbolta.net í dag.
,,Þetta er spennandi tækifæri fyrir hann og ég hef mikla trú á honum," sagði Ólafur við Fótbolta.net.
Elías Már er fæddur árið 1995 en hann lék á dögunum sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd þegar hann spilaði í vináttuleikjunum gegn Kanada.
Hann skoraði sex mörk með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og vakti athygli fyrir góða frammistöðu.
Í haust fór Elías til Valerenga á reynslu en norska félagið leitar nú leiða til að styrkja sóknarleikinn eftir að markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson var seldur til Kína.
Athugasemdir