Níu af hverjum tíu telja að skipta eigi um landsliðsþjálfara karla. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem var á forsíðu Fótbolta.net frá því að leikurinn gegn Bosníu tapaðist 3-0.
Spjótin hafa beinst að Arnari Þór Viðarssyni en 11% telja það rétt að hann fái að klára þá undankeppni sem er nýhafin. 1.964 tóku þátt í könnuninni.
Spjótin hafa beinst að Arnari Þór Viðarssyni en 11% telja það rétt að hann fái að klára þá undankeppni sem er nýhafin. 1.964 tóku þátt í könnuninni.
Á að skipta um landsliðsþjálfara karla eða leyfa honum að klára þessa undankeppni?
89% Skipta strax
11% Gefa honum meiri tíma
Næsti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Liechtenstein á Rínarvellinum í Vaduz á morgun klukkan 16.
Athugasemdir