Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 30. maí 2022 18:16
Elvar Geir Magnússon
Kaupmannahöfn
Arnar Viðars: Breytir riðlinum að Rússland sé sjálfkrafa í fjórða sæti
Arnar Viðarsson segir að öll þrjú lið riðilsins; Ísland, Ísrael og Albanía, telji sig geta unnið Þjóðadeildarriðilinn.
Arnar Viðarsson segir að öll þrjú lið riðilsins; Ísland, Ísrael og Albanía, telji sig geta unnið Þjóðadeildarriðilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið dvelur í Danmörku og æfir á æfingasvæði Bröndby áður en haldið verður til Ísrael þar sem leikið verður gegn heimamönnum í Þjóðadeildinni á fimmtudag.

Eftir æfingu í dag ræddi Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net. Rætt var um stöðuna á hópnum, ástæðuna fyrir því að æft er í Kaupmannahöfn og komandi verkefni.

„Núna erum við bara að einbeita okkur að Ísrael, flestir af þeirra leikmönnum spila í Ísrael. Þeir spiluðu 5-3-2 í síðustu undankeppni en nú er kominn nýr þjálfari. Hann var með U21-landsliðið þar sem hann spilaði mikið 4-4-2 svo við erum að búa okkur undir mismunandi mögulegar uppstillingar hjá andstæðingnum," segir Arnar.

„Ísrael er léttleikandi og vilja sækja, spila mikið á stuttum sendingum í gegnum miðjuna. Við erum búnir að vera að leikgreina þá og komum þeim upplýsingum til leikmanna okkar í dag og á morgun. Albanía er svo að spila allt öðruvísi fóbolta."

Ísland, Ísrael og Albanía eru bara þrjú í riðlinum eftir að Rússum var bannað að taka þátt. Hvernig metur Arnar möguleikana á því að lenda í efsta sæti í riðlinum?

„Það breytir riðlinum mikið að Rússland sé sjálfkrafa í fjórða sæti. Það líta öll liðin á þetta þannig að þau geti unnið riðilinn, við gerum það líka. Við erum spenntir að byrja þetta. Við erum ekkert hræddir við að segja það að við viljum ná fyrsta sætinu. Öll liðin eiga möguleika á því að vinna þetta og öll geta þau endað í þriðja sæti."

Fim 2. júní: 18:45 Ísrael - Ísland (Þjóðadeildin, Sammy Ofer Stadium)

Mán 6. júní: 18:45 Ísland - Albanía (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)

Fim 9. júní: 18:45 San Marínó - Ísland (Vináttuleikur, San Marino Stadium)

Mán 13. júní: 18:45 Ísland - Ísrael (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner