Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. maí 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Goncalo Ramos gæti gert góða hluti hjá Man Utd
Goncalo Ramos.
Goncalo Ramos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, hefur trú á því að sóknarmaðurinn Goncalo Ramos geti gert góða hluti í ensku úrvalsdeildinni.

Ramos, sem er 21 árs gamall, vakti athygli með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í desember síðastliðnum.

Ramos er á mála hjá Benfica í heimalandinu en hann hefur á þessari leiktíð skorað 26 mörk í 46 keppnisleikjum.

Ramos hefur verið orðaður við Man Utd en Fernandes telur að hann geti spilað þar.

„Ef hann heldur áfram að leggja mikið á sig þá hef ég trú á því að hann geti orðið einn af bestu sóknarmönnum í heimi," sagði Fernandes í samtali við Sportv.

„Hann hefur gæðin til að spila í ensku úrvalsdeildinni, og þá er ég líka að tala um Manchester United."

Ramos er í portúgalska landsliðinu sem kemur til Íslands í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner