Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   þri 30. júní 2020 21:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Ansi þægilegt hjá Manchester United
Brighton 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Mason Greenwood ('17 )
0-2 Bruno Fernandes ('29 )
0-3 Bruno Fernandes ('50 )

Manchester United sigraði Brighton ansi sannfærandi, 0-3, á Amex vellinum í kvöld.

Mason Greenwood skoraði fyrsta mark leiksins eftir flottan sprett þegar rúmt korter var liðið af leiknum. Bruno Fernandes kom svo United í 2-0 rúmum tíu mínútum síðar. Aaron Wan-Bissaka og Paul Pogba lögðu upp mörkin.

Í seinni hálfleik skoraði Bruno svo sitt annað mark eftir frábæra sókn United. Nemanja Matic átti frábæra sendingu á Mason Greenwood sem fann Fernandes í teignum og Portúgalinn skoraði með góðu skoti.

Brighton vaknaði eftir þriðja markið og ógnaði marki gestanna en David de Gea sá við tilraunum heimamanna. Annar 3-0 sigur United staðreynd og liðið er nú tveimur stigum á eftir Chelsea í 4. sætinu. Chelsea mætir West Ham á morgun.
Athugasemdir
banner