fös 30. júlí 2021 18:54
Victor Pálsson
Pepsi Max-deild kvenna: Valur lenti undir og skoraði svo fimm
Mist setti tvö.
Mist setti tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 5 Valur
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('5 )
1-1 Mist Edvardsdóttir ('13 )
1-2 Mist Edvardsdóttir ('15 )
1-3 Cyera Makenzie Hintzen ('17 )
1-4 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('77 )
1-5 Elín Metta Jensen('90

Valur er komið með fjögurra stiga forskot í Pepsi Max-deild kvenna eftir leik við Fylki í Árbænum í kvöld.

Aðeins einn leikur var á dagskrá í kvöld og var það toppliðið sem nældi í gríðarlega mikilvæg þrjú stig.

Fylkir var fyrir þennan leikl í botnsætinu með níu stig og gat komist í öruggt sæti með sigri. Liðið hafði leikið leik minna en bæði Keflavík og Tindastóll í sætunum fyrir ofan.

Breiðablik hafði leikið leik meira en Valur í öðru sæti deildarinnar og eftir nú jafn marga leiki eða 13 þá er Valur með fjögurra stiga forskot.

Það voru Fylkiskonur sem komust nokkuð óvænt yfir í leiknum í kvöld en Valur svaraði strax með tveimur mörkum frá Mist Edvardsdóttur.

Cyera Makenzia Hintzen skoraði svo þriðja mark liðsins stuttu seinna og þær Ásdís Karen Halldórsdóttir og Elín Metta Jensen bættu við tveimur í seinni hálfleik í sannfærandi 5-1 sigri Vals.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner