Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Chido Obi samþykkir samningstilboð Man Utd
Mynd: Arsenal
Danski framherjinn Chido Obi-Martin hefur samþykkt samningstilboð Manchester United en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Arsenal.

Obi-Martin er 16 ára gamall og fæddur í Danmörku en flutti ungur að árum til Englands.

Hann kom sér í fréttirnar á síðasta tímabili er hann skoraði 10 mörk í 14-3 sigri U16 ára liðs Arsenal á Liverpool. Þá skoraði hann 7 mörk fyrir U18 ára liðið gegn Southampton.

Arsenal gerði allt til að halda honum en tókst ekki að sannfæra hann um að vera áfram. Í gær staðfesti hann síðan brottför sína frá félaginu.

Fabrizio Romano segir að Obi-Martin hafi samþykkt samningstilboð frá Manchester United, en hann er sagður afar spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi þar.

United hafði þar betur í baráttunni gegn Arsenal og þýsku félögunum Bayern München og Borussia Dortmund.


Athugasemdir
banner