Danski framherjinn Chido Obi-Martin hefur samþykkt samningstilboð Manchester United en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Arsenal.
Obi-Martin er 16 ára gamall og fæddur í Danmörku en flutti ungur að árum til Englands.
Hann kom sér í fréttirnar á síðasta tímabili er hann skoraði 10 mörk í 14-3 sigri U16 ára liðs Arsenal á Liverpool. Þá skoraði hann 7 mörk fyrir U18 ára liðið gegn Southampton.
Arsenal gerði allt til að halda honum en tókst ekki að sannfæra hann um að vera áfram. Í gær staðfesti hann síðan brottför sína frá félaginu.
Fabrizio Romano segir að Obi-Martin hafi samþykkt samningstilboð frá Manchester United, en hann er sagður afar spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi þar.
United hafði þar betur í baráttunni gegn Arsenal og þýsku félögunum Bayern München og Borussia Dortmund.
???????? EXCLUSIVE: Chido Obi Martin to Man United, here we go! Talented striker leaves Arsenal and he’s just accepted Man Utd proposal.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 30, 2024
Pathway key for Chido who’s turned down higher bids from Germany to sign for Man United.
Project convinced 2007 born top talent to accept #MUFC. pic.twitter.com/oFv1xM32UU
Athugasemdir