Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 30. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvarðarþjálfari Tottenham fékk bann og sekt
Nuno Santos, markvarðarþjálfari Tottenham, hefur verið dæmdur í eins leiks bann og fengið sekt að andvirði rúmlega 1,4 milljónum króna.

Santos fór upp að dómaranum Peter Bankes eftir 1-1 jafntefli gegn Newcastle síðustu helgi og lét hann heyra það.

Santos var líklega ósáttur við vítaspyrnuna sem Newcastle fékk í uppbótartíma eftir að boltinn fór í hendi Eric Dier. Callum Wilson jafnaði metin úr vítaspyrnunni.

Santos viðurkenndi það að hafa brotið af sér og verður hann ekki á varamannabekknum hjá Tottenham í næsta deildarleik liðsins sem er gegn Manchester United næsta sunnudag.
Athugasemdir
banner