Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 30. september 2021 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Viðars: Erum að sjálfsögðu mótfallnir öllu ofbeldi
Icelandair
Af fundinum í dag.
Af fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áður en fjölmiðlamenn spurðu Arnar Viðarsson og aðstoðarþjálfarann Eið Smára Guðjohsnen, spurninga um landsliðshópinn og komandi landsliðsverkefni, tók Arnar það sérstaklega fram að hann og Eiður Smári væru mótfallnir öllu ofbeldi.

Arnar hefur fengið gagnrýni, á samfélagsmiðlum og annars staðar, fyrir svör hans þegar hann hefur verið spurður út í leikmenn sem ekki hafa verið valdir eða hann ekki mátt velja vegna ofbeldisbrota eða meintra ofbeldisbrota.

Arnar hóf mál sitt á því að ræða áskoranir í íþróttahreyfingunni og breytingar á stjórn KSÍ.

„Eins og við vitum stendur íþróttahreyfingin frammi fyrir miklum áskorunum í náinni framtíð. Það er margt sem við höfum gert mjög vel í lengri tíma en það eru að sjálfsögðu hlutir sem við viljum laga og munum laga. Sem betur fer er það komið í ákveðið ferli," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

„Við hjá KSÍ höfum einnig hafið vinnu í því að laga ákveðna verkferla og það er að mínu mati mjög jákvætt. Við kölluðum eftir ákveðnum ramma til að vinna eftir. Þessi vinna er hafin. Við erum akkúrat núna í millibilsástandi. Það er að koma ný stjórn á laugardaginn og nýr formaður. Þessir verkferlar verða allir klárir á næstu vikum sem mun að sjálfsögðu auðvelda okkur á KSÍ að vinna þá mikilvægu vinnu sem þarf að taka á."

„Síðan er mjög mikilvægt fyrir mig og Eið Smára að minnast á það að við erum að sjálfsögðu mótfallnir öllu ofbeldi, af hvaða tagi sem er. Við erum í raun mjög stoltir af því að geta tekið þátt í íþróttahreyfingu sem er tilbúin að laga sitt starf,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner