Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 30. september 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gueye: Það var einfalt að verjast gegn City
Mynd: Getty Images
Idrissa Gana Gueye gerði fyrra mark leiksins í 2-0 sigri PSG gegn Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöldið.

Man City kom sér nokkrum sinnum í hættulegar stöður og brenndi Bernardo Silva dauðafæri en inn vildi boltinn ekki. Gueye segir að það hafi verið einfalt að verjast gegn City því það hafi vantað allan hraða í sóknarleikinn.

„Þetta var erfiður leikur en okkur tókst að verjast vel og beita skyndisóknum. Það var mikilvægt að verjast vel og það var einfalt því það vantaði hraða í sóknarleikinn þeirra," sagði Gueye en Raheem Sterling, Jack Grealish og Riyad Mahrez mynduðu sóknarlínu City.

„Það sem skiptir máli er að við náðum í stigin, þau eru afar mikilvæg eftir jafnteflið í Brugge. Við spiluðum eins og lið og það skiptir ekki máli hverjir skoruðu heldur að liðið gerði vel og vann."

PSG deilir toppsæti riðilsins með Club Brugge, með fjögur stig eftir tvær umferðir. City er með þrjú stig og getur klifrað yfir Belgana frá Brugge með sigri í innbyrðisviðureign.
Athugasemdir
banner
banner
banner