Það voru mikil læti þegar Gautaborg og GAIS áttust við í sænsku deildinni í kvöld.
Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar en hann kom liðinu yfir eftir 37. mínútna leik en það urðu miklar tafir á leiknum þegar stuðningsmenn Gautaborgar kveiktu á blysum.
Leikurinn gat loksins farið aftur af stað og Gautaborg bætti öðru markinu við áður en flautað var til leiksloka. 2-0 lokatölur.
Þá lék Hlynur Freyr Karlsson allan leikinn þegar Brommapojkarna vann 2-1 gegn Vasteras. Brommapojkarna er í 10. sæti með 30 stig eftir 25 umferðir. Gautaborg er í 11. sæti með 27 stig.
Adam Ingi Benediktsson var í markinu þegar Ostersund tapaði 2-0 gegn Oddevold í næst efstu deild í Svíþjóð. Öster vann Utsikten 5-2 en Þorri Mar Þórisson leikmaður Öster er fjarverandi vegna meiðsla. Öster er í 2. sæti með 44 stig eftir 25 umferðir en Östersund er í 13. sæti með 28 stig.
Þá lék Davíð Kristján Ólafsson klukkutíma þegar Cracovia gerði 1-1 jafntefli gegn Stal Mielec í pólsku deildinni. Cracovia er með 20 stig í 4. sæti eftir tíu umferðir.
Helgi Fróði Ingason kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri Helmond gegn Jong PSV í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 3. sæti með 17 stig eftir átta umferðir.
Sjáðu markið hjá Kolbeini hér fyrir neðan.
?????? | Derbyt igång i Göteborg mellan Blåvitt-GAIS. Hyfsad bränning direkt från Blåvitt ???? pic.twitter.com/XB8ihMRUOT
— TuttoSvenskan (@TuttoSvenskan) September 30, 2024