David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   mið 30. október 2024 14:25
Elvar Geir Magnússon
Leik Valencia frestað eftir hamfararigningar og flóð
Ástandið í Valencia er agalegt.
Ástandið í Valencia er agalegt.
Mynd: Getty Images
Bikarleik Valencia gegn Parla Escuela hefur verið frestað eftir hamfararigningu og flóð í héraðinu. Bærinn Chiva, sem er rétt við Valencia, fékk yfir ársmeðaltal af úrkomu á aðeins átta klukkustundum.

Að minnsta kosti 62 hafa látist vegna óveðursins en neyðaráætlun var virkjuð og sérþjálfuð hersveit sinnir björgunarstarfi.

Valencia átti að spila í kvöld á útivelli gegn F-deildarliðinu Parla sem er staðsett 25 kílómetrum frá höfuðborginni Madríd.

Leikurinn hefur verið færður til 6. nóvember en líklegt er að fleiri fótboltaleikjum á Spáni verði frestað.

Valencia á að taka á móti meisturunum í Real Madrid á Mestalla vellinum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner