Bikarleik Valencia gegn Parla Escuela hefur verið frestað eftir hamfararigningu og flóð í héraðinu. Bærinn Chiva, sem er rétt við Valencia, fékk yfir ársmeðaltal af úrkomu á aðeins átta klukkustundum.
Að minnsta kosti 62 hafa látist vegna óveðursins en neyðaráætlun var virkjuð og sérþjálfuð hersveit sinnir björgunarstarfi.
Að minnsta kosti 62 hafa látist vegna óveðursins en neyðaráætlun var virkjuð og sérþjálfuð hersveit sinnir björgunarstarfi.
Valencia átti að spila í kvöld á útivelli gegn F-deildarliðinu Parla sem er staðsett 25 kílómetrum frá höfuðborginni Madríd.
Leikurinn hefur verið færður til 6. nóvember en líklegt er að fleiri fótboltaleikjum á Spáni verði frestað.
Valencia á að taka á móti meisturunum í Real Madrid á Mestalla vellinum á laugardaginn.
Athugasemdir