
Það eru senur í lokaumferð D-riðils HM en nú er seinni hálfleikur í gangi í leikjunum.
Franska landsliðið, sem var öruggt með sæti í 16-liða úrslitum, er að tapa fyrir Túnis 1-0. Frakkar eru að hvíla marga og Youssouf Fofana tapaði boltanum á miðjunni áður en Wahbi Khazri skoraði á 58. mínútu.
Franska landsliðið, sem var öruggt með sæti í 16-liða úrslitum, er að tapa fyrir Túnis 1-0. Frakkar eru að hvíla marga og Youssouf Fofana tapaði boltanum á miðjunni áður en Wahbi Khazri skoraði á 58. mínútu.
Með því marki var Túnis á leið áfram þar sem staðan var markalaus í leik Ástralíu og Danmörku.
En Ástralía náði forystunni með marki Mathew Leckie á 60. mínútu og eins og staðan er núna þá eru Ástralir að fara að fylgja Frökkum í 16-liða úrslit keppninnar.
Eins og staðan er núna er danska liðið að fara að enda á botninum með aðeins eitt stig.
Matthew Leckie með glæsilegt mark eftir skyndisókn Ástrala. Eru Danir á heimleið frá Katar? pic.twitter.com/e5SKM9qv2A
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 30, 2022
Athugasemdir