
Síðari hálfleikur í leikjum kvöldsins er nýhafinn en það er markalaust í báðum leikjunum.
Það dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks í leik Póllands og Argentínu þegar Argentína fékk vítaspyrnu eftir að Szczesny sló til Lionel Messi.
Messi steig á punktinn en Szczesny varði frá honum. Þessi dómur var til umræðu í EM stofunni í hálfleik.
„Ég held að þetta sé víti samkvæmt reglunum því hann slær í andlitið á honum. Hvað á Szczesny að gera? Hann er að reyna að ná til boltans en vissulega nær ekki til hans og slær í Messi," sagði Óli Kristjáns.
Kom í ljós að þetta var ekki víti.
„Þetta er dæmt á VAR-inu og þá getur hann líklegast ekki annað en dæmt vítaspyrnu. En eins og maður sagði á skólalóðinni; Þegar markmaðurinn varði sagði maður 'Kom í ljós að þetta var ekki víti.'" Sagði Óli Kristjáns.