Það var sagt frá því í gær að Manchester United væri að krækja í Chido Obi-Martin á frjálsri sölu frá Arsenal.
Obi-Martin er 16 ára gamall og fæddur í Danmörku en flutti ungur að árum til Englands. Hann þykir gríðarlega efnilegur sóknarmaður en hann kom sér í fréttirnar á síðasta tímabili er hann skoraði tíu mörk í 14-3 sigri U16 ára liðs Arsenal á Liverpool.
Obi-Martin er 16 ára gamall og fæddur í Danmörku en flutti ungur að árum til Englands. Hann þykir gríðarlega efnilegur sóknarmaður en hann kom sér í fréttirnar á síðasta tímabili er hann skoraði tíu mörk í 14-3 sigri U16 ára liðs Arsenal á Liverpool.
Hann er ekki eini ungi leikmaðurinn sem Man Utd er að krækja í um þessar mundir. Félagið er einnig að semja við Samuel Lusale sem kemur frá Crystal Palace.
Lusale er einnig 16 ára gamall en hann hafnaði samningstilboði frá Palace og er að ganga til liðs við United.
Hann er kantmaður sem heillaði mikið með frammistöðu sinni með Slóvakíu á Evrópumóti U17 landsliða í sumar.
Athugasemdir